Innlent

Til­kynnt um líkams­á­rás í mið­borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Talsvert var um útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.
Talsvert var um útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan handtók í gærkvöldi mann í miðborginni vegna gruns um líkamsárás. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið vistaður í fangageymslu vegna rannsókn máls.

Sjúkralið sem mætti á vettvang taldi þó ekki þörf á að flytja manninn sem ráðist var á á bráðadeild. Tekið er fram í dagbók að mennirnir hafi báðir verið ölvaðir.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að ofurölvi kona hafi verið handtekin þar sem hún olli ónæði í hverfinu 105. Var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Stal úr verslun í Breiðholti

Skömmu fyrir klukkan 18 í gær var tilkynnt um mann sem var að stela úr verslun í 109 í Reykjavík. Maðurinn hafi verið í mjög annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Um kvöldmatarleytið var kona í annarlegu ástandi í Kópavogi, póstnúmeri 201, handtekin. Er hún grunuð um ofbeldi gegn lögreglu og brot á vopnalögum. Konan var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.



Á stolnum bíl í Mosfellsbæ

Þá segir frá því að um 18:30 í gærkvöldi hafi verið tilkynnt um stolinn bíl í Mosfellsbæ þar sem honum var ekið frá bensínstöð þar sem ökumaðurinn hafði ekki greitt fyrir eldsneyti. Hann bíllinn stöðvaður skömmu síðar og ökumaðurinn handtekinn. Ökumaðurinn er grunaður um nytjastuld bifreiðar, akstur sviptur ökuréttindum og þjófnað. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu og settur laus að lokinni skýrslutöku.

Lögregla þurfti ennfremur að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einnig var tilkynnt um einhver innbrot í bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×