Vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. nóvember 2019 20:30 Birgir Örn Guðjónsson fer fyrir verkefni sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir það að ofbeldis- og vanrækslumálum sé ekki sinnt. stöð 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður. Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður.
Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00