Lækka leiguverð til að halda í leigjendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 12:20 Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, á þinginu í dag. Íbúðalánasjóður Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá. Þetta kom fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags ASÍ og BSRB á Húsnæðisþingi sem nú stendur yfir á Hilton hótelinu. Mikil kjarabót Bjarg var stofnað á grunni laga um almennar íbúðir fyrir þremur árum. Hugmyndin með félaginu er að fólk í lægri tekjuþrepum gæti leigt öruggt húsnæði á viðunandi kjörum, samkvæmt ákveðnum reglum. Leiguverðið er að mati Björns gríðarleg kjarabót fyrir fólk, þar sem getur munað tugum þúsunda í hverjum mánuði á leiguverði hjá Bjargi og því sem gengur og gerist á almennum markaði. „Þetta er ein mesta kjarabót sem þeir tekjuminni geta fengið”, sagði Björn.Halda fast í leigjendur Hann benti á að nú hafi þegar verið afhentar 152 íbúðir og að yfir 300 væru í byggingu. Von væri á enn fleiri íbúðum frá Bjargi á næstu árum og í rauninni væru umsvif félagsins allt að því á pari við nýjan Landspítala. Innkoma Bjargs á markaðinn hefði hins vegar haft þegar haft óviðbúin en jákvæð áhrif fyrir leigjendur.Frá húsnæðisþinginu í dag.Íbúðalánasjóður„Þetta hefur strax haft áhrif á leiguverð á almennum markaði. Við sjáum að leigutakar sem voru búnir að fá íbúð hjá okkur koma og segja að leigusalinn hafi ekki viljað missa þá, svo þeir lækkuðu leiguna. Þessu gerðum við ekki ráð fyrir. Þetta er óvænt,” segir Björn.Munar um fermetrana Í máli Björns á þinginu kom fram að til að geta boðið lægra leiguverð byggi Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir, íbúðir sem takmarkað framboð hafi verið af á markaði. Að minnka íbúð um 20 fermetra geti lækkað leigu um fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Leiguverð fyrir þriggja herbergja 68 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu hjá Bjargi er um 160 þúsund krónur að sögn Björns. Á almennum leigumarkaði sé leiguverð fyrir sömu fermetra, oftast tveggja herbegja íbúð, yfir 200 þúsund.Streymi frá húsnæðisþinginu má sjá hér. Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá. Þetta kom fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags ASÍ og BSRB á Húsnæðisþingi sem nú stendur yfir á Hilton hótelinu. Mikil kjarabót Bjarg var stofnað á grunni laga um almennar íbúðir fyrir þremur árum. Hugmyndin með félaginu er að fólk í lægri tekjuþrepum gæti leigt öruggt húsnæði á viðunandi kjörum, samkvæmt ákveðnum reglum. Leiguverðið er að mati Björns gríðarleg kjarabót fyrir fólk, þar sem getur munað tugum þúsunda í hverjum mánuði á leiguverði hjá Bjargi og því sem gengur og gerist á almennum markaði. „Þetta er ein mesta kjarabót sem þeir tekjuminni geta fengið”, sagði Björn.Halda fast í leigjendur Hann benti á að nú hafi þegar verið afhentar 152 íbúðir og að yfir 300 væru í byggingu. Von væri á enn fleiri íbúðum frá Bjargi á næstu árum og í rauninni væru umsvif félagsins allt að því á pari við nýjan Landspítala. Innkoma Bjargs á markaðinn hefði hins vegar haft þegar haft óviðbúin en jákvæð áhrif fyrir leigjendur.Frá húsnæðisþinginu í dag.Íbúðalánasjóður„Þetta hefur strax haft áhrif á leiguverð á almennum markaði. Við sjáum að leigutakar sem voru búnir að fá íbúð hjá okkur koma og segja að leigusalinn hafi ekki viljað missa þá, svo þeir lækkuðu leiguna. Þessu gerðum við ekki ráð fyrir. Þetta er óvænt,” segir Björn.Munar um fermetrana Í máli Björns á þinginu kom fram að til að geta boðið lægra leiguverð byggi Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir, íbúðir sem takmarkað framboð hafi verið af á markaði. Að minnka íbúð um 20 fermetra geti lækkað leigu um fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Leiguverð fyrir þriggja herbergja 68 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu hjá Bjargi er um 160 þúsund krónur að sögn Björns. Á almennum leigumarkaði sé leiguverð fyrir sömu fermetra, oftast tveggja herbegja íbúð, yfir 200 þúsund.Streymi frá húsnæðisþinginu má sjá hér.
Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira