Fótbolti

Í beinni í dag: Evrópumeistararnir geta tryggt sig áfram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Liverpool hefur titil að verja í Meistaradeildinni
Liverpool hefur titil að verja í Meistaradeildinni vísir/getty
Línur eru farnar að skírast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og geta Evrópumeistarar Liverpool tryggt sæti sitt í útsláttarkeppninni í kvöld.

Liverpool mætir Napólí í toppslag í E-riðli og með sigri tryggir Liverpool sig áfram í keppnini. Napólí getur eins tryggt sig áfram ef Ítalarnir vinna leikinn.

Svipuð staða er uppi í F-riðli þar sem Barcelona og Dortmund mætast í toppslag. Liðið sem vinnur þann leik er öruggt áfram.

Chelsea mætir Valencia í H-riðli þar sem bæði lið eru með 7 stig, líkt og Ajax. Sigur dugir Chelsea áfram þar sem þeir bláu eru með betri innbyrðisstöðu á hin liðin tvö. Valencia getur líka komist áfram með sigri, en Ajax getur hvorki dottið út né komist áfram í kvöld.

Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í kvöld:

17:45 Valencia - Chelsea, Sport 2

19:05 Keflavík - Haukar, Stöð 2 Golf

19:15 Meistaradeildarmessan, Sport

19:50 Liverpool - Napólí, Sport 2

19:50 Barcelona - Dortmund, Sport 3

19:50 Lille - Ajax, Sport 4

22:00 Meistaradeildarmörkin, Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×