Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Málfundurinn fer fram í stofu 101 á Háskólatorgi. Vísir/Hanna Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira