Davíð segir Ágúst Ólaf Ágústsson sérstaka blaðsíðu Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 09:02 Davíð telur að ætla megi að Ágúst Ólafur hafi mátt sæta einelti vegna fátæktar, sem er einskonar öfugmælavísa ritstjórans og fyrrum forsætisráðherra. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru. Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru.
Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent