Íslendingalið Ribe-Esbjerg tapaði fyrir Skanderborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Ribe-Esbjerg sem tapaði 30-27. Gunnar Steinn Jónsson komst ekki sjálfur á blað en lagði upp fimm mörk fyrir liðsfélaga sína.
Gestirnir í Esbjerg voru undir nær allan leikinn, staðan var 16-14 fyrir Skanderborg í hálfleik.
Ribe-Esbjerg er í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig.
