Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2019 19:00 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir að ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga. vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm.Í Kompás sem birtur var á Vísi í dag gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd, grunnskólann og í raun allt samfélagið á Nesinu, hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún hafi orðið fyrir af hendi móður sinnar sem glímir við geð- og áfengisvanda.Sjá einnig: https://www.visir.is/g/2019191129332/lokud-a-heimilinu-med-gedveikri-modurGögn í máli stúlkunnar sýna að nefndin hafa verið meðvituð um aðstæður stúlkunnar. Lögregla hafi til að mynda verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir málið dapurlegt. „Um leið og maður er auðvitað sorgmæddur þegar svona fréttir koma þá er erfitt að tjá sig efnislega um einstaka mál. En við erum að gera breytingar á kerfinu því við erum að sjá í alltof miklum mæli að börn lendi þarna á milli kerfa,“ segir Ásmundur og bætir við að það gerist allt of oft að kerfin tali ekki saman. „Lögreglan, heilbrigðiskerfið, skólanirnir og félagsþjónustan. Það erum við líka að tryggja núna og er hluti af þessari breytingu,“ segir Ásmundur. Vinna við breytingu á barnaverndarlöggjöfinni sé að hefjast og til standi að leggja fram frumvarp á vorþingi. Stúlkan telur klíkuskap hafa haft áhrif. Amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Forstjóri stofnunarinnar, Heiða Björg Pálmadóttir, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar. „Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða Björg og tekur Ásmundur í sama streng. „Við erum að skoða breytingar á þessu líka varðandi stærð barnaverndarnefndanna og líka hvernig þær eru samsettar,“ segir Ásmundur. Þá þurfi að tryggja aðkomu fagfólks í barnaverndarnefndirnar. Ljóst er af gögnunum í máli stúlkunnar að móðir hennar hafi átt við alvarleg veikidi að stríða; Geðhvarfa- og áfengissýki og hefur hún farið í geðrof og haft ranghugmyndir. Ásmundur segir að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. „Það þarf að gerast. Það er að auka þjónustu við öll börn sem búa við slíkar aðstæður,“ segir Ásmundur. Barnavernd Félagsmál Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm.Í Kompás sem birtur var á Vísi í dag gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd, grunnskólann og í raun allt samfélagið á Nesinu, hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún hafi orðið fyrir af hendi móður sinnar sem glímir við geð- og áfengisvanda.Sjá einnig: https://www.visir.is/g/2019191129332/lokud-a-heimilinu-med-gedveikri-modurGögn í máli stúlkunnar sýna að nefndin hafa verið meðvituð um aðstæður stúlkunnar. Lögregla hafi til að mynda verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir málið dapurlegt. „Um leið og maður er auðvitað sorgmæddur þegar svona fréttir koma þá er erfitt að tjá sig efnislega um einstaka mál. En við erum að gera breytingar á kerfinu því við erum að sjá í alltof miklum mæli að börn lendi þarna á milli kerfa,“ segir Ásmundur og bætir við að það gerist allt of oft að kerfin tali ekki saman. „Lögreglan, heilbrigðiskerfið, skólanirnir og félagsþjónustan. Það erum við líka að tryggja núna og er hluti af þessari breytingu,“ segir Ásmundur. Vinna við breytingu á barnaverndarlöggjöfinni sé að hefjast og til standi að leggja fram frumvarp á vorþingi. Stúlkan telur klíkuskap hafa haft áhrif. Amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Forstjóri stofnunarinnar, Heiða Björg Pálmadóttir, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar. „Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða Björg og tekur Ásmundur í sama streng. „Við erum að skoða breytingar á þessu líka varðandi stærð barnaverndarnefndanna og líka hvernig þær eru samsettar,“ segir Ásmundur. Þá þurfi að tryggja aðkomu fagfólks í barnaverndarnefndirnar. Ljóst er af gögnunum í máli stúlkunnar að móðir hennar hafi átt við alvarleg veikidi að stríða; Geðhvarfa- og áfengissýki og hefur hún farið í geðrof og haft ranghugmyndir. Ásmundur segir að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. „Það þarf að gerast. Það er að auka þjónustu við öll börn sem búa við slíkar aðstæður,“ segir Ásmundur.
Barnavernd Félagsmál Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00