Árvökull vegfarandi varð var við hátterni ökumannsins og tók upp myndskeið. Myndskeiðið sendi hann lögreglu sem hafði í framhaldinu upp á ökumanninum. Var hann yfirheyrður og lauk málinu með 150 þúsund króna sektargreiðsslu.
Utanvegaakstur er óheimill samkvæmt lögum hér á landi en þó er heimilt að aka utanvega ef snjór er yfir öllu og aðstæður þannig að bifreiðin fer ekki niður úr snjónum og skemmi þannig jörð.