Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:24 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í síðustu viku. Hún er með afar díl í laginu eins og stundaglas á maganum, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Mynd/Aðsend Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24