Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:24 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í síðustu viku. Hún er með afar díl í laginu eins og stundaglas á maganum, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Mynd/Aðsend Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24