Lýðræðissinnar unnu stórsigur í Hong Kong Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 23:30 Mikil gleði braust út þegar fyrstu niðurstöður bárust. AP/Kin Cheung Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða. Fylla þurfti 452 sæti í héraðsstjórninni. Þegar þetta er skrifað höfðu lýðræðissinnar unnið 201 sæti af þeim 241 þar sem niðurstöður lágu fyrir. Þeir sem eru hliðhollir yfirvöldum í Peking höfðu náð aðeins 28 sætum. Því er ljóst að töluverð breyting verður á skipan héraðsstjórnarinnar því að fyrir kosningarnar var meirihluti héraðsstjórnarmanna hliðhollur yfirvöldum í Peking.Metfjöldi greiddi atkvæði í kosningunum. Talið er að kjörsókn hafi verið 71 prósent sem þýðir að um 2,9 milljónir greiddu atvæði í kosningunum. Aðeins 47 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu héraðsstjórnarkosningum sem haldnar voru árið 2015. Litið hefur verið á kosningarnar sem prófstein á stuðning við Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Mótmælendur sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum vonuðust til þess að senda kínverskum stjórnvöldum skýr skilaboð nú þegar mótmæli hafa staðið yfir í um fimm mánuði í Hong Kong.Langar raðir mynduðust við kjörstaði strax í morgun en óttast hefur verið að kjörstöðum kynni að verða lokað ef átök myndu brjótast út. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu hvatt mótmælendur til að halda friðinn á kjördag til að koma í veg fyrir það, en kosningarnar virðast farið friðsamlega fram að því er BBC greinir frá.Héraðsstjórnin hefur aðallega stjórn á hversdagslegum málum á borð við almenningssamgöngur og sorpmál. Héraðsstjórnarmenn hafa þó einhver ítök þegar kemur að því að velja æðsta stjórnanda Hong Kong.Lam, sem gegnir því embætti, greiddi atkvæði í kosningunum og hét hún því að hún myndi hlusta betur á héraðsstjórnarmenn.Fréttaritari BBC í Hong Kong segir að enginn hafi getað gert sér í hugarlund að lýðræðissinnar myndu vinna svo mikinn stórsigur í kosningunum, ljóst sé að þrýstingur á Lam um að hlustað verði á kröfur mótmælanda muni aukast vegna úrslita kosninganna. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00 Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða. Fylla þurfti 452 sæti í héraðsstjórninni. Þegar þetta er skrifað höfðu lýðræðissinnar unnið 201 sæti af þeim 241 þar sem niðurstöður lágu fyrir. Þeir sem eru hliðhollir yfirvöldum í Peking höfðu náð aðeins 28 sætum. Því er ljóst að töluverð breyting verður á skipan héraðsstjórnarinnar því að fyrir kosningarnar var meirihluti héraðsstjórnarmanna hliðhollur yfirvöldum í Peking.Metfjöldi greiddi atkvæði í kosningunum. Talið er að kjörsókn hafi verið 71 prósent sem þýðir að um 2,9 milljónir greiddu atvæði í kosningunum. Aðeins 47 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu héraðsstjórnarkosningum sem haldnar voru árið 2015. Litið hefur verið á kosningarnar sem prófstein á stuðning við Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Mótmælendur sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum vonuðust til þess að senda kínverskum stjórnvöldum skýr skilaboð nú þegar mótmæli hafa staðið yfir í um fimm mánuði í Hong Kong.Langar raðir mynduðust við kjörstaði strax í morgun en óttast hefur verið að kjörstöðum kynni að verða lokað ef átök myndu brjótast út. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu hvatt mótmælendur til að halda friðinn á kjördag til að koma í veg fyrir það, en kosningarnar virðast farið friðsamlega fram að því er BBC greinir frá.Héraðsstjórnin hefur aðallega stjórn á hversdagslegum málum á borð við almenningssamgöngur og sorpmál. Héraðsstjórnarmenn hafa þó einhver ítök þegar kemur að því að velja æðsta stjórnanda Hong Kong.Lam, sem gegnir því embætti, greiddi atkvæði í kosningunum og hét hún því að hún myndi hlusta betur á héraðsstjórnarmenn.Fréttaritari BBC í Hong Kong segir að enginn hafi getað gert sér í hugarlund að lýðræðissinnar myndu vinna svo mikinn stórsigur í kosningunum, ljóst sé að þrýstingur á Lam um að hlustað verði á kröfur mótmælanda muni aukast vegna úrslita kosninganna.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00 Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00
Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15
Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04
Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11