Minnka umfjöllun sína um frambjóðendur Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 20:53 John Mickletwaith er ritstjóri Bloomberg News. Getty/Picture Alliance Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag. Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag.
Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00
Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30