Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja uggandi um störf sín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 14:24 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mynd/Heilbrigðisstofnun suðurnesja Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra. Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra.
Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira