Frans páfi biður þjóðarleiðtoga að farga kjarnorkuvopnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 10:47 Frans páfi flytur ræðu í Nagasaki. EPA/KIMIMASA MAYAMA Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein. Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein.
Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06
Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00