Hildur Björg: Ekki búin að æfa alla vikuna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. nóvember 2019 18:48 Hildur Björg í leik með KR fyrr á leiktíðinni. vísir/bára KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30