Birting skýrslu gæti dregist vegna verkfalls Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Skýrslan bíður nú kynningar. Fréttablaðið/Anton Brink Skýrsla starfshóps um flugvallakosti á suðvesturhorninu var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði starfshópinn á síðasta ári. Formaður starfshópsins er Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA. Verkefni hans var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og skoða staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi frá því í gær að meðal niðurstaðna skýrslunnar væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsflugi verða að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Verðmiði á innanlandsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Samkvæmt frétt RÚV telur starfshópurinn ekki vænlegt að endurnýja Reykjavíkurflugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti flugbrautir yfir Suðurgötu og út í Fossvoginn. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Til stóð að kynna skýrsluna í dag en vegna óvissu um verkfall blaðamanna á vefmiðlum voru líkur taldar á því að það myndi dragast fram á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Tengdar fréttir Innanlandsflugvöllur betri kostur en millilanda í Hvassahrauni Samkvæmt heimildum fréttastofu er komist að þeirri niðurstöðu að það muni taka allt að fimmtán ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni og gera þurfi ítarlegar rannsóknir á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi. 21. nóvember 2019 15:19 Blaðamenn fara í verkfall á morgun Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. 21. nóvember 2019 21:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Skýrsla starfshóps um flugvallakosti á suðvesturhorninu var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði starfshópinn á síðasta ári. Formaður starfshópsins er Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA. Verkefni hans var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og skoða staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi frá því í gær að meðal niðurstaðna skýrslunnar væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsflugi verða að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Verðmiði á innanlandsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Samkvæmt frétt RÚV telur starfshópurinn ekki vænlegt að endurnýja Reykjavíkurflugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti flugbrautir yfir Suðurgötu og út í Fossvoginn. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Til stóð að kynna skýrsluna í dag en vegna óvissu um verkfall blaðamanna á vefmiðlum voru líkur taldar á því að það myndi dragast fram á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Tengdar fréttir Innanlandsflugvöllur betri kostur en millilanda í Hvassahrauni Samkvæmt heimildum fréttastofu er komist að þeirri niðurstöðu að það muni taka allt að fimmtán ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni og gera þurfi ítarlegar rannsóknir á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi. 21. nóvember 2019 15:19 Blaðamenn fara í verkfall á morgun Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. 21. nóvember 2019 21:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Innanlandsflugvöllur betri kostur en millilanda í Hvassahrauni Samkvæmt heimildum fréttastofu er komist að þeirri niðurstöðu að það muni taka allt að fimmtán ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni og gera þurfi ítarlegar rannsóknir á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi. 21. nóvember 2019 15:19
Blaðamenn fara í verkfall á morgun Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. 21. nóvember 2019 21:34