Freistar þess að ná fram réttlæti sautján árum eftir morðið á Elodie Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 23:31 Elodie Kulik var 24 ára þegar hún var myrt. Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember. Frakkland Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember.
Frakkland Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira