Engu að síður er til tónlistarstefna sem kennd er við endalokin, og getur vonandi veitt dómsdagsrokksþyrstum gestum Doomcember einhvers konar kaþarsis frá loftslagskvíða og öðru sem lamar verkgetu þeirra í að sporna við umræddum loftslagsáhrifum.
Einn þeirra sem hefur endurtekið hlustað eftir hljómagangi heimsendans er Jónas Hauksson, trommari dómsdagsrokksveita á borð við Morpholith og CXVIII.
Hann er einnig einn skipuleggjenda Doomcember hátíðarinnar sem haldinn er á Gauknum um helgina.
Þar koma fram nokkrar af rokksveitum landsins sem eiga það sameiginlegt að falla undir tónlistarstefnur kenndar við doom, sludge eða stoner, ásamt evrópskum kollegum í sveitunum Sunnata og Saturnalia Temple.
Jónas setti í tilefni þessa saman dómsdagslagalista fyrir Vísi, sem hlusta má á hér fyrir neðan.