Höddi Magg lýsti árlegu kótilettukappáti sem þingmaður VG pakkaði saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 15:15 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður kann þá list betur en flestir að borða kótilettur. Vísir/Friðrik Þór Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát
Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira