Mandi pizza í stað Nonnabita Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 12:00 Mandi opnar pizzustað í húsnæðinu sem áður hýsti Nonnabita. Vísir/SKH „Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
„Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41
Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30
Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30