Samið um vinnustofudvöl fyrir íslenska myndlistarmenn í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 08:51 Auður Edda Jökulsdóttir, ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra, Karitas H. Gunnarsdóttir, settur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis, María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Þýskalandi, og sýningarstjórinn Valeria Schulte-Fischedick frá Künstlerhaus Bethanien. Christoph Tannert listrænn stjórnandi Künstlerhaus Bethanien og Auður Jörundsdóttir verðandi forstöðumaður KÍM undirrita samninginn. Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samkomulag hefur verið gert um vinnustofudvöl fyrir íslenska myndlistarmenn við listastofnunina Künstlerhaus Bethanien í Berlín, til næstu fimm ára. Verkefnið er fjármagnað af mennta og menningarmálaráðuneytinu og einkaaðilum en Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar annast framkvæmdina fyrir Íslands hönd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar segir að dvölin veiti listamönnum sem dvelji við Künstlerhaus Bethanien aðgengi að öflugu alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. „Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien,“ segir í tilkynningunni. Künstlerhaus Bethanien var stofnuð árið 1974, og er sögð ein rótgrónasta og virtasta stofnun Þýskalands á þessu sviði og vel þekkt alþjóðlega. Að jafnaði starfi um 25 listamenn víðsvegar að úr heiminum við miðstöðina. Íslendingar erlendis Myndlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Samkomulag hefur verið gert um vinnustofudvöl fyrir íslenska myndlistarmenn við listastofnunina Künstlerhaus Bethanien í Berlín, til næstu fimm ára. Verkefnið er fjármagnað af mennta og menningarmálaráðuneytinu og einkaaðilum en Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar annast framkvæmdina fyrir Íslands hönd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar segir að dvölin veiti listamönnum sem dvelji við Künstlerhaus Bethanien aðgengi að öflugu alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. „Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien,“ segir í tilkynningunni. Künstlerhaus Bethanien var stofnuð árið 1974, og er sögð ein rótgrónasta og virtasta stofnun Þýskalands á þessu sviði og vel þekkt alþjóðlega. Að jafnaði starfi um 25 listamenn víðsvegar að úr heiminum við miðstöðina.
Íslendingar erlendis Myndlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira