Sá fram á að fá minni spiltíma hjá Leipzig innan tíðar Hjörvar Ólafsson skrifar 21. nóvember 2019 14:00 Viggó er kominn til Wetzlar. vísir/getty Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppnistímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spiltíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsungen um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breytast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi flinka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hliðar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í landsliðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur. Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppnistímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spiltíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsungen um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breytast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi flinka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hliðar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í landsliðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur.
Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti