Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um minnisblaðið þar sem sjá má skrifað með stórum stöfum setningar á borð við
„Ég vil ekkert“, „ég vildi ekki greiða fyrir greiða“ og „þetta er lokaorðið frá forseta Bandaríkjanna“.
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi studdist Trump mikið við minnisblaðið er hann ávarpaði fréttamenn þar sem hann ítrekaði að hann hafi ekki „viljað neitt“ frá Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu.
WATCH: President Trump insists he wanted “nothing” from Ukraine while reading handwritten notes on the White House lawn to reporters nearly an hour later than his scheduled departure for Texas. https://t.co/SXx66YPhpD#ImpeachmentPBSpic.twitter.com/AwLZV0apgs
— PBS NewsHour (@NewsHour) November 20, 2019
Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016.
Demókratar í fulltrúadeildinni vilja meina að með þessari bón um „greiða fyrir greiða“ (e. quid pro quo) hafi Trump framið embættisbrot sem geti varðað sviptingu embættis. Hafa Demókratar rannsakað hin meintu brot, snýst rannsóknin að miklu leyti um símtal Trump og Selenskí, þar sem Trump hefur verið sagður hafa farið fram á að fá greiða á móti greiða frá Úkraínuforseta.

Í máli hans kom fram að hann og Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja rannsóknirnar tvær, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það.
Þegar Trump ávarpaði fréttamenn, vopnaður minnisblaðinu, var hann að svara vitnisburði Sondland. Sagði hann meðal annars að hann þekkti Sondland ekki vel, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi styrkt innsetningarathöfn forsetans með framlagi upp á eina milljón dollara, um 120 milljónir króna.