Körfubolti

Öruggt hjá Keflavík á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daniella Morillo átti flottan leik í kvöld.
Daniella Morillo átti flottan leik í kvöld. vísir/bára
Keflavík lenti ekki í neinum vandræðum með Snæfell á heimavelli er liðin mættust í síðasta leik 7. umferðar Dominos-deildar kvenna en lokatölur 89-66.

Keflavík vann alla fjóra leikhluta leiksins en heimastúlkur byrjuðu af krafti. Unnu fyrsta leikhlutann 23-17 og voru svo 52-37 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik freistuðu gestirnir úr Stykkishólmi að minnka muninn en heimastúlkur stóðu af sér áhlaupin og héldu spilunum vel að sér. Öflugur sigur þeirra.

Daniela Wallen Morillo gerði 31 stig fyrir Keflavík. Hún tók þar að auki tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Írena Sól Jónsdóttir kom næst með þrettán stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar.

Chandler Smith og Anna Soffía Lárusdóttir gerðu sitthvor fimmtán stigin fyrir gestina. Chandler tók að auki ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Keflavík er því komið með átta stig og er með jafn mörg stig og Haukar og Skallagrímur í 3. til 5. sæti deildarinnar. Snæfell er með fjögur stig í 6. sætinu.

Keflavík-Snæfell 89-66 (23-17, 29-20, 16-15, 21-14)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 31/12 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Irena Sól Jónsdóttir 13, Katla Rún Garðarsdóttir 12, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Elsa Albertsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/6 fráköst.

 

Snæfell: Chandler Smith 15/11 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 15, Veera Annika Pirttinen 11/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 2, Emese Vida 0/9 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×