Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 19:30 Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14