Andrés prins hættir opinberum störfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2019 00:00 Andrés prins er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins. vísir/getty Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna opinberum skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð.Þetta kemur fram í yfirlýsingu Andrésar sem send var á fjölmiðla nú fyrir stundu. Beiðni Andrésar kemur í kjölfar viðtals sem hann fór í á dögunum vegna vináttu hans við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002.Epstein var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum en framdi sjálfsvíg á meðan honum var haldið í varðhaldi. Var hann meðal annar sakaður um að hafa komið prinsinum í kynni við Giuffre sem sakað hefur hann um nauðgun þegar hún var 17 ára.Í yfirlýsingu Andrésar, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, segir hann að tengsl hans við Epstein séu orðin að alvarlegri truflun fyrir störf konungsfjölskyldunnar og þeirra fjölmörgu samtaka sem prinsinn komi að.Þá segist hann jafnframt sjá eftir því að hafa átt í tengslum við Epstein auk þess sem hann lýsir yfir vilja til þess að veita yfirvöldum hvar sem er í heiminum aðstoð við rannsókn á Epstein og tengdum málum.Í viðtalinu umrædda,sem þótti afar slæmt fyrir Andrés og konungsfjölskylduna, ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Epstein.Prince Andrew stepping back from public duties following explosive BBC interview. Statement: pic.twitter.com/QunFesRqNv — Max Foster (@MaxFosterCNN) November 20, 2019 Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Tengdar fréttir Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Virginia Giuffre, ein af konunum sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein, um kynferðisofbeldi þegar hún á táningsaldri segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. 28. ágúst 2019 00:06 Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna opinberum skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð.Þetta kemur fram í yfirlýsingu Andrésar sem send var á fjölmiðla nú fyrir stundu. Beiðni Andrésar kemur í kjölfar viðtals sem hann fór í á dögunum vegna vináttu hans við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002.Epstein var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum en framdi sjálfsvíg á meðan honum var haldið í varðhaldi. Var hann meðal annar sakaður um að hafa komið prinsinum í kynni við Giuffre sem sakað hefur hann um nauðgun þegar hún var 17 ára.Í yfirlýsingu Andrésar, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, segir hann að tengsl hans við Epstein séu orðin að alvarlegri truflun fyrir störf konungsfjölskyldunnar og þeirra fjölmörgu samtaka sem prinsinn komi að.Þá segist hann jafnframt sjá eftir því að hafa átt í tengslum við Epstein auk þess sem hann lýsir yfir vilja til þess að veita yfirvöldum hvar sem er í heiminum aðstoð við rannsókn á Epstein og tengdum málum.Í viðtalinu umrædda,sem þótti afar slæmt fyrir Andrés og konungsfjölskylduna, ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Epstein.Prince Andrew stepping back from public duties following explosive BBC interview. Statement: pic.twitter.com/QunFesRqNv — Max Foster (@MaxFosterCNN) November 20, 2019
Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Tengdar fréttir Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Virginia Giuffre, ein af konunum sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein, um kynferðisofbeldi þegar hún á táningsaldri segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. 28. ágúst 2019 00:06 Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Virginia Giuffre, ein af konunum sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein, um kynferðisofbeldi þegar hún á táningsaldri segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. 28. ágúst 2019 00:06
Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39
Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00