Staðfesta niðurfellingu á máli ungu konunnar sem lést eftir handtöku lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 15:55 Réttarmeinafræðingur taldi handtökuaðferðir lögreglu hafa átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Vísir/vilhelm Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason saksóknari hjá ríkissaksóknara í svari við fyrirspurn fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í ágúst þar sem fram kom að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af ungu konunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Vitnið kvaðst hafa heyrt bæld öskur en þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Látnir sviðsetja handtökuna Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í skýrslu réttarmeinarfræðings kom fram að þegar átökin við lögreglu stóðu yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman hefðu þessi þættir getað hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu.Engar upptökur til Þá mælti réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram á meðan málið var á borði héraðssaksóknara en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni í ágúst sagði að engar upptökur væru til af atvikum, einungis eitt vitni hefði séð atvikið óljóst. Lögreglumennirnir tveir segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður af héraðssaksóknara. Sú ákvörðun hefur verið staðfest.Frétt Stöðvar 2 frá því í ágúst má sjá hér að neðan. Fíkniefnavandinn Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason saksóknari hjá ríkissaksóknara í svari við fyrirspurn fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í ágúst þar sem fram kom að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af ungu konunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Vitnið kvaðst hafa heyrt bæld öskur en þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Látnir sviðsetja handtökuna Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í skýrslu réttarmeinarfræðings kom fram að þegar átökin við lögreglu stóðu yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman hefðu þessi þættir getað hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu.Engar upptökur til Þá mælti réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram á meðan málið var á borði héraðssaksóknara en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni í ágúst sagði að engar upptökur væru til af atvikum, einungis eitt vitni hefði séð atvikið óljóst. Lögreglumennirnir tveir segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður af héraðssaksóknara. Sú ákvörðun hefur verið staðfest.Frétt Stöðvar 2 frá því í ágúst má sjá hér að neðan.
Fíkniefnavandinn Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00