Myndir af illa brenndum björnum hafa verið í mikilli dreifingu í Ástralíu og hafa hjálparsamtök safnað hundruð þúsundum dollara til að koma þeim til hjálpar.
Toni nokkur Doherty kom á dögunum illa brenndum Kóalabirni til bjargar í Suður-Wales í Ástralíu. Björninn hafði brunnið í umfangsmiklum skógar- og kjarreldum þar í landi og Doherty fór úr skyrtu sinni og vafði henni utan um björninn. Björninn var fluttur til dýralæknis
Björninn, sem hefur fengið nafnið Ellenborough Lewis eftir barnabarni Doherty, var illa brunninn á fótum og nefi og eitthvað brunninn á kynfærum. Doherty heimsótti hann svo nýverið en sjá má myndband af því hér að neðan. Björninn er sagður í góðu ástandi.