Gerðu umfangsmiklar árásir á Írana í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 11:57 Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. EPA/ABIR SULTAN Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. Skotmörkin voru nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og í Gólanhæðum. Eftirlitsaðilar segja minnst ellefu hafa látið lífið, þar af hafi sjö líklega verið frá Íran. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjórar eldflaugar sem skotið hafi verið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Því hafi árásirnar verið gerðar í nótt og nú séu þeir undirbúnir fyrir frekari aðgerðir Írana í hefndarskyni.„Ég hef sagt að ef einhver skaði okkur, munum við skaða hann,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Skotmörkin sem um ræðir eru sögð tengjast Uppreisnarvörðum Íran og eitt skotmarkið var á alþjóðaflugvelli Damaskus en Ísraelar segja þá aðstöðu hafa verið notaða til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu.Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael.We hold the Syrian regime responsible for the actions that take place in Syrian territory and warn them against allowing further attacks against Israel. We will continue operating firmly and for as long as necessary against the Iranian entrenchment in Syria. — Israel Defense Forces (@IDF) November 20, 2019 Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst ellefu hafi fallið í árás Ísrael og sjö þeirra hafi verið erlendir. Yfirvöld Sýrlands segja hins vegar að tveir borgarar hafi fallið og að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Nokkrir hafi særst í árásunum. „Skilaboð okkar til leiðtoga Íran eru einföld,“ sagði Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael. „Þið eruð ekki ónæmir lengur. Hvert sem þið sendið kolkrabba-arma ykkar, þá munum við höggva þá af.“ Hér má sjá myndband frá Damaskus í nótt sem sýnir loftvarnaeldflaug sem virðist falla til jarðar í borginni skömmu eftir skot. Times of Israel segir mögulegt að rekja megi mannfall meðal almennra borgara til þessa atviks. Ísrael Sýrland Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. Skotmörkin voru nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og í Gólanhæðum. Eftirlitsaðilar segja minnst ellefu hafa látið lífið, þar af hafi sjö líklega verið frá Íran. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjórar eldflaugar sem skotið hafi verið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Því hafi árásirnar verið gerðar í nótt og nú séu þeir undirbúnir fyrir frekari aðgerðir Írana í hefndarskyni.„Ég hef sagt að ef einhver skaði okkur, munum við skaða hann,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Skotmörkin sem um ræðir eru sögð tengjast Uppreisnarvörðum Íran og eitt skotmarkið var á alþjóðaflugvelli Damaskus en Ísraelar segja þá aðstöðu hafa verið notaða til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu.Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael.We hold the Syrian regime responsible for the actions that take place in Syrian territory and warn them against allowing further attacks against Israel. We will continue operating firmly and for as long as necessary against the Iranian entrenchment in Syria. — Israel Defense Forces (@IDF) November 20, 2019 Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst ellefu hafi fallið í árás Ísrael og sjö þeirra hafi verið erlendir. Yfirvöld Sýrlands segja hins vegar að tveir borgarar hafi fallið og að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Nokkrir hafi særst í árásunum. „Skilaboð okkar til leiðtoga Íran eru einföld,“ sagði Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael. „Þið eruð ekki ónæmir lengur. Hvert sem þið sendið kolkrabba-arma ykkar, þá munum við höggva þá af.“ Hér má sjá myndband frá Damaskus í nótt sem sýnir loftvarnaeldflaug sem virðist falla til jarðar í borginni skömmu eftir skot. Times of Israel segir mögulegt að rekja megi mannfall meðal almennra borgara til þessa atviks.
Ísrael Sýrland Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira