Á dögunum var kvikmyndin Þorsti frumsýnd en hún var unnin samhliða þáttunum Góðir landsmenn á Stöð 2. Steindi hefur komið víða við á sínum ferli og meðal annars unnið Edduna fyrir leik í kvikmyndinni Undir trénu.
Í þættinum fer hann um víðan völl og segir áhorfendum allskonar bransasögur. Söguna hvernig hann náði að plata viðskiptamanninn Björgólf Thor til að leika í Góðum landsmönnum og þegar David Beckham tók mynd af Steinda og Bjögga saman. Það gerði Beckham til að deila með vinuhópnum í lokaðri spjallgrúbbu til að gera grín að leikaranum Bjögga Thor.
Russell Brand aðstoðaði hópinn einnig í Góðum landsmönnum. Í þættinum koma fram ótrúlegustu sögur frá Steinda en hann var einu sinni húðskammaður af Sjónvarpsstjóra Skjás Eins.
Í þættinum ræðir Steindi einnig um byrjun ferilsins, ást sína á Tvíhöfða, hvað hann þyki skemmtilegast að gera í vinnu, uppáhalds þáttinn sem hann hefur unnið að, fjölskyldu sína og margt margt fleira.