Lýsir nektarsenunum í Game of Thrones sem hryllilegum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 10:15 Emilia Clarke fór með eitt aðalhlutverkið í þáttunum vinsælu Game of Thrones. vísir/getty Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira