Dauðvona aðdáandi fékk að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina fyrir frumsýningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 22:35 Rey er ein af aðalpersónum nýjasta þríleiksins og mun vafalaust spila stórt hlutverk í næstu mynd. Skjáskot Afþreyingarrisinn Disney varð í vikunni við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. Myndin, sem ber heitið „Star Wars: Rise of Skywalker“ verður frumsýnd 19. desember og er beðið með eftirvæntingu um allan heim af þeim fjölmörgu aðdáendum sem myndaflokkurinn á. Óvíst er hvort maðurinn hefði lifað til að sjá myndina á þeim tíma. CNN greinir frá þessu. Líknarselið Rowans Hospice í Bretlandi birti á þriðjudaginn færslu á Twitter þar sem óskað var eftir hjálp netverja um að koma ósk ónafngreinds sjúklings hjá þeim til skila. „Við erum með sjúkling sem er risastór Stjörnustríðsaðdáandi. Því miður er tíminn honum ekki hliðhollur. Hann langar að sjá síðustu Stjörnustríðsmyndina, Rise of Skywalker, með ungum syni sínum,“ stóð meðal annars í færslunni.Can you help? We have a patient who's a HUGE #StarWars fan. Sadly, time is not on his side for the 20th Dec. His wish is to see the final Star Wars film #RiseOfSkywalker with his young son. If you know ANYBODY who might be able to make it happen, please share with them. Thank you — Rowans Hospice (@RowansHospice) November 26, 2019 Færslan fékk gríðarleg viðbrögð og meðal þeirra sem fleyttu skilaboðunum áfram var Mark Hamill, sem farið hefur með hlutverk Loga Geimgengils í myndunum, við góðan orðstír. Bob Iger, stjórnarformaður og forstjóri Disney, tísti síðan á fimmtudag að fyrirtækið myndi verða við ósk mannsins. „Þessa þakkargjörðarhátíð, erum við hjá Disney þakklát að geta deilt Rise of Skywalker með sjúklingi og fjölskyldu hans. Megi mátturinn vera með ykkur og okkur öllum,“ skrifaði Iger á Twitter og beindi orðum sínum að líknardeildinni.On this Thanksgiving, we at @Disney are grateful to be able to share #TheRiseOfSkywalker with a patient and his family @RowansHospice. May the force be with you and with us all! — Robert Iger (@RobertIger) November 28, 2019 Í yfirlýsingu frá líknardeildinni sagði Lisa Davies, starfsmaðurinn sem kom ósk sjúklingsins til annarra starfsmanna deildarinnar, að hún væri „algerlega orðlaus.“ „Við kunnum ótrúlega vel að meta að þau [hjá Disney] hafi lagt allt á sig til þess að gera þetta að veruleika.“ Bandaríkin Bretland Star Wars Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Afþreyingarrisinn Disney varð í vikunni við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. Myndin, sem ber heitið „Star Wars: Rise of Skywalker“ verður frumsýnd 19. desember og er beðið með eftirvæntingu um allan heim af þeim fjölmörgu aðdáendum sem myndaflokkurinn á. Óvíst er hvort maðurinn hefði lifað til að sjá myndina á þeim tíma. CNN greinir frá þessu. Líknarselið Rowans Hospice í Bretlandi birti á þriðjudaginn færslu á Twitter þar sem óskað var eftir hjálp netverja um að koma ósk ónafngreinds sjúklings hjá þeim til skila. „Við erum með sjúkling sem er risastór Stjörnustríðsaðdáandi. Því miður er tíminn honum ekki hliðhollur. Hann langar að sjá síðustu Stjörnustríðsmyndina, Rise of Skywalker, með ungum syni sínum,“ stóð meðal annars í færslunni.Can you help? We have a patient who's a HUGE #StarWars fan. Sadly, time is not on his side for the 20th Dec. His wish is to see the final Star Wars film #RiseOfSkywalker with his young son. If you know ANYBODY who might be able to make it happen, please share with them. Thank you — Rowans Hospice (@RowansHospice) November 26, 2019 Færslan fékk gríðarleg viðbrögð og meðal þeirra sem fleyttu skilaboðunum áfram var Mark Hamill, sem farið hefur með hlutverk Loga Geimgengils í myndunum, við góðan orðstír. Bob Iger, stjórnarformaður og forstjóri Disney, tísti síðan á fimmtudag að fyrirtækið myndi verða við ósk mannsins. „Þessa þakkargjörðarhátíð, erum við hjá Disney þakklát að geta deilt Rise of Skywalker með sjúklingi og fjölskyldu hans. Megi mátturinn vera með ykkur og okkur öllum,“ skrifaði Iger á Twitter og beindi orðum sínum að líknardeildinni.On this Thanksgiving, we at @Disney are grateful to be able to share #TheRiseOfSkywalker with a patient and his family @RowansHospice. May the force be with you and with us all! — Robert Iger (@RobertIger) November 28, 2019 Í yfirlýsingu frá líknardeildinni sagði Lisa Davies, starfsmaðurinn sem kom ósk sjúklingsins til annarra starfsmanna deildarinnar, að hún væri „algerlega orðlaus.“ „Við kunnum ótrúlega vel að meta að þau [hjá Disney] hafi lagt allt á sig til þess að gera þetta að veruleika.“
Bandaríkin Bretland Star Wars Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira