Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2019 20:15 Séð yfir Vík í Mýrdal. Reynisfjallsgöng þýða að hringvegurinn færist suður fyrir byggðina. Stöð 2/Einar Árnason. Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29