Mikil óvissa um endurráðningar flugmanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir ársfjórðungsuppgjör ekki lýsandi fyrir stöðu fyrirtækisins þetta árið. Vísir/vilhelm Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35
Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00