Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2019 12:40 Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. Þar er treyst á útgerð smábáta en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ sagði Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. Harðfiskurinn verkaður hjá Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko,“ sagði Karl. Í höfninni, sem þykir einhver sú fegursta á landinu, var smábátasjómaðurinn Kári Borgar Ásgrímsson að koma úr róðri ásamt Steinunni, dóttur sinni. „Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ sagði Kári. Séð yfir höfnina á Borgarfirði. Dyrfjöllin gnæfa yfir byggðinni í Bakkagerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ekki var að heyra annað en hann væri sáttur við höfnin við Hafnarhólma. „Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ sagði trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Matur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16 Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. Þar er treyst á útgerð smábáta en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ sagði Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. Harðfiskurinn verkaður hjá Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko,“ sagði Karl. Í höfninni, sem þykir einhver sú fegursta á landinu, var smábátasjómaðurinn Kári Borgar Ásgrímsson að koma úr róðri ásamt Steinunni, dóttur sinni. „Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ sagði Kári. Séð yfir höfnina á Borgarfirði. Dyrfjöllin gnæfa yfir byggðinni í Bakkagerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ekki var að heyra annað en hann væri sáttur við höfnin við Hafnarhólma. „Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ sagði trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Matur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16 Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16