Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
„Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00
Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00
Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30