Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00
Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00
Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30