Í gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 22:10 Gæsluvarðhaldsúrskurður var staðfestur á föstudag af Landsrétti. Vísir/EgillA Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100. Dómsmál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100.
Dómsmál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira