Saka hvort annað um að misskilja málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 18:11 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Birgir Ármannsson þingmenn virðast misskilja hvort annað. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur. Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur.
Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira