Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fékk tilkynningu skömmu eftir miðnætti um að eldur hafi komið upp í íbúðarhúsi við Hveramörk.
Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var búið að slökkva eldinn en reykur í húsinu. Þrír voru innandyra en til allrar mildi sluppu allir á meiðsla.
Ragnar Guðmundsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu að atvikið hafi átt sér stað út frá potti á eldavél og að ekki hafi þurft að flytja neinn á slysadeild.
