Telja rétt að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 18:30 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum. Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum.
Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira