Miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 13:00 Krökkum finnst miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna og hundarnir eru hæstánægðir með upplesturinn að sögn formanns Vigdísar- Vina gæludýra á Íslandi. Félagið býður einu sinni í mánuði upp á lestrastund með hundum í fjórum bókasöfnum í borginni. Börnum er boðið upp á að koma einu sinni í mánuði í bókasöfnin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og lesa fyrir hundana sína. Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi hefur séð um verkefnið síðan 2012 en það er að bandarískri fyrirmynd. Hún rannsakaði árangur slíks verkefnis í námi og segir að bæði sín rannsókn og erlendar rannsóknir sýni mikinn árangur varðandi lestur barna „Þetta er áhugahvetjandi, börnum finnst skemmtilegra að lesa fyrir hund heldur en manneskjur,“ segir Margrét „Þá segir nú ein hérna, miklu skemmtilegra að lesa fyrir hund en fullorðna ég vildi að þetta væri alltaf að eilífu,“ Annað barn sagði í rannsókn. „Þá segir ein hérna. þá getur maður alltaf lesið sjálfur því mamma og pabbi þau að þegar ég er að lesa eitthvað orð segja þau mér hvað orðið er, það er svo óþægilegt því ég er að reyna að gera það sjálf,“ sagði Margrét. Margrét segir að fullorðnir séu oft of fljótir að grípa inn í og leiðrétta börnin. „Hundurinn dáir hins vegar börnin og mænir á börnin og það er sama hvernig þau lesa hann leiðréttir þau náttúrulega ekki.“ Þá segir Margrét að þegar erfið orð komi upp í lestri þá eigi börnin miklu betra með að útskýra þau fyrir hundinum sínum og ef þau skilji það ekki sé lestraliði á staðnum til að útskýra orðið. Það að lesa fyrir hund hafi afar róandi áhrif. „Að hafa hund við hliðina á sér lækkar blóðþrýsting. Þannig að það róar börnin að hafa hund við hliðina á sér og klappa þeim,“ segir Margrét. Hundarnir séu líka afar ánægðir í slíkum lestrastundum. „Þeir vita nákvæmlega hvert þeir eiga að gera og vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera og eru ofsaglaðir. Þetta segja allir hundaeigendurnir,“ sagði Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi Dýr Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Krökkum finnst miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna og hundarnir eru hæstánægðir með upplesturinn að sögn formanns Vigdísar- Vina gæludýra á Íslandi. Félagið býður einu sinni í mánuði upp á lestrastund með hundum í fjórum bókasöfnum í borginni. Börnum er boðið upp á að koma einu sinni í mánuði í bókasöfnin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og lesa fyrir hundana sína. Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi hefur séð um verkefnið síðan 2012 en það er að bandarískri fyrirmynd. Hún rannsakaði árangur slíks verkefnis í námi og segir að bæði sín rannsókn og erlendar rannsóknir sýni mikinn árangur varðandi lestur barna „Þetta er áhugahvetjandi, börnum finnst skemmtilegra að lesa fyrir hund heldur en manneskjur,“ segir Margrét „Þá segir nú ein hérna, miklu skemmtilegra að lesa fyrir hund en fullorðna ég vildi að þetta væri alltaf að eilífu,“ Annað barn sagði í rannsókn. „Þá segir ein hérna. þá getur maður alltaf lesið sjálfur því mamma og pabbi þau að þegar ég er að lesa eitthvað orð segja þau mér hvað orðið er, það er svo óþægilegt því ég er að reyna að gera það sjálf,“ sagði Margrét. Margrét segir að fullorðnir séu oft of fljótir að grípa inn í og leiðrétta börnin. „Hundurinn dáir hins vegar börnin og mænir á börnin og það er sama hvernig þau lesa hann leiðréttir þau náttúrulega ekki.“ Þá segir Margrét að þegar erfið orð komi upp í lestri þá eigi börnin miklu betra með að útskýra þau fyrir hundinum sínum og ef þau skilji það ekki sé lestraliði á staðnum til að útskýra orðið. Það að lesa fyrir hund hafi afar róandi áhrif. „Að hafa hund við hliðina á sér lækkar blóðþrýsting. Þannig að það róar börnin að hafa hund við hliðina á sér og klappa þeim,“ segir Margrét. Hundarnir séu líka afar ánægðir í slíkum lestrastundum. „Þeir vita nákvæmlega hvert þeir eiga að gera og vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera og eru ofsaglaðir. Þetta segja allir hundaeigendurnir,“ sagði Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi
Dýr Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira