Miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 13:00 Krökkum finnst miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna og hundarnir eru hæstánægðir með upplesturinn að sögn formanns Vigdísar- Vina gæludýra á Íslandi. Félagið býður einu sinni í mánuði upp á lestrastund með hundum í fjórum bókasöfnum í borginni. Börnum er boðið upp á að koma einu sinni í mánuði í bókasöfnin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og lesa fyrir hundana sína. Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi hefur séð um verkefnið síðan 2012 en það er að bandarískri fyrirmynd. Hún rannsakaði árangur slíks verkefnis í námi og segir að bæði sín rannsókn og erlendar rannsóknir sýni mikinn árangur varðandi lestur barna „Þetta er áhugahvetjandi, börnum finnst skemmtilegra að lesa fyrir hund heldur en manneskjur,“ segir Margrét „Þá segir nú ein hérna, miklu skemmtilegra að lesa fyrir hund en fullorðna ég vildi að þetta væri alltaf að eilífu,“ Annað barn sagði í rannsókn. „Þá segir ein hérna. þá getur maður alltaf lesið sjálfur því mamma og pabbi þau að þegar ég er að lesa eitthvað orð segja þau mér hvað orðið er, það er svo óþægilegt því ég er að reyna að gera það sjálf,“ sagði Margrét. Margrét segir að fullorðnir séu oft of fljótir að grípa inn í og leiðrétta börnin. „Hundurinn dáir hins vegar börnin og mænir á börnin og það er sama hvernig þau lesa hann leiðréttir þau náttúrulega ekki.“ Þá segir Margrét að þegar erfið orð komi upp í lestri þá eigi börnin miklu betra með að útskýra þau fyrir hundinum sínum og ef þau skilji það ekki sé lestraliði á staðnum til að útskýra orðið. Það að lesa fyrir hund hafi afar róandi áhrif. „Að hafa hund við hliðina á sér lækkar blóðþrýsting. Þannig að það róar börnin að hafa hund við hliðina á sér og klappa þeim,“ segir Margrét. Hundarnir séu líka afar ánægðir í slíkum lestrastundum. „Þeir vita nákvæmlega hvert þeir eiga að gera og vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera og eru ofsaglaðir. Þetta segja allir hundaeigendurnir,“ sagði Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi Dýr Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Krökkum finnst miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna og hundarnir eru hæstánægðir með upplesturinn að sögn formanns Vigdísar- Vina gæludýra á Íslandi. Félagið býður einu sinni í mánuði upp á lestrastund með hundum í fjórum bókasöfnum í borginni. Börnum er boðið upp á að koma einu sinni í mánuði í bókasöfnin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og lesa fyrir hundana sína. Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi hefur séð um verkefnið síðan 2012 en það er að bandarískri fyrirmynd. Hún rannsakaði árangur slíks verkefnis í námi og segir að bæði sín rannsókn og erlendar rannsóknir sýni mikinn árangur varðandi lestur barna „Þetta er áhugahvetjandi, börnum finnst skemmtilegra að lesa fyrir hund heldur en manneskjur,“ segir Margrét „Þá segir nú ein hérna, miklu skemmtilegra að lesa fyrir hund en fullorðna ég vildi að þetta væri alltaf að eilífu,“ Annað barn sagði í rannsókn. „Þá segir ein hérna. þá getur maður alltaf lesið sjálfur því mamma og pabbi þau að þegar ég er að lesa eitthvað orð segja þau mér hvað orðið er, það er svo óþægilegt því ég er að reyna að gera það sjálf,“ sagði Margrét. Margrét segir að fullorðnir séu oft of fljótir að grípa inn í og leiðrétta börnin. „Hundurinn dáir hins vegar börnin og mænir á börnin og það er sama hvernig þau lesa hann leiðréttir þau náttúrulega ekki.“ Þá segir Margrét að þegar erfið orð komi upp í lestri þá eigi börnin miklu betra með að útskýra þau fyrir hundinum sínum og ef þau skilji það ekki sé lestraliði á staðnum til að útskýra orðið. Það að lesa fyrir hund hafi afar róandi áhrif. „Að hafa hund við hliðina á sér lækkar blóðþrýsting. Þannig að það róar börnin að hafa hund við hliðina á sér og klappa þeim,“ segir Margrét. Hundarnir séu líka afar ánægðir í slíkum lestrastundum. „Þeir vita nákvæmlega hvert þeir eiga að gera og vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera og eru ofsaglaðir. Þetta segja allir hundaeigendurnir,“ sagði Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi
Dýr Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira