Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 11:30 Corbyn og Johnson mættust í kappræðum BBC Getty/Leon Neal Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira