Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 14:30 Hólmfríður Gísladóttir, fréttastjóri Mannlífs. Hákon Davíð Björnsson Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Þetta segir Hólmfríður Gísladóttir, fréttastjóri Mannlífs, í leiðara sínum í dag. Hún segir ólykt liggja frá Efstaleiti þessa dagana þar sem staða útvarpsstjóra hefur verið auglýst til umsóknar. Stjórn Ríkisútvarpsins eigi að skammast sín. Eins og fram hefur komið hefur stjórn Ríkisútvarpsins hafnað því að gefa upp nöfn umsækjenda um stöðuna. Bera þeir fyrir sig ráðgjöf frá ráðgjafarfyrirtæki sem telji að hæfara fólk sæki um verði nöfn umsækjenda ekki gerð opinber. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið upp úrskurð um að RÚV þurfi ekki að birta nöfnin. Það þýði þó ekki að RÚV megi ekki birta nöfnin. „Það leggur ólykt frá Efstaleiti,“ segir Hólmfríður. Upphaflegur umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 2. desember. Stjórn RÚV ákvað hins vegar að framlengja frestinn til 9. desember án skýringa. Úr leiðara Hólmfríðar í dag. Fyrirfram ákveðin niðurstaða? „Fnyk af spillingu og fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Þegar hart er sótt að Ríkisútvarpinu úr mörgum áttum ákveður stjórn hins opinbera hlutafélags að stíga fram og færa andstæðingum „RÚV“ sprengjuvörpu í jólagjöf. „Við ætlum ekki að birta nöfn umsækjenda til að fá hæfustu umsækjendurna. Af því að ráðgjafarfyrirtækið úti í bæ sagði það.“ Hólmfríður lýsir þessum svörum RÚV sem bulli. Sá sem hafi hæfileika og metnað til að sækja um stöðu útvarpsstjóra sé ekki í þeirri stöðu að þurfa að leyna því. „Á þetta núna að verða boðleg afsökun til að veita ekki upplýsingar um umsækjendur um mikilvægar stöður? Hvarflaði ekki að neinum í pólitískri stjórn RÚV að vega og meta ávinninginn af því að halda upplýsingunum leyndum annars vegar og að fara í feluleik gagnvart þjóðinni hins vegar? Er enginn ímyndarráðgjafi starfandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu?“ Segir löngu vitað að Magnús Geir yrði útvarpsstjóri Hólmfríður er sannfærð um að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hafi fyrir löngu verið búin að ákveða að skipa Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóra, sem Þjóðleikhússtjóra. „Löngu áður en mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti um ráðningu nýs Þjóðleikhússtjóra var alveg sama við hvern var rætt; stjórnmálamenn, blaðamenn, leikna eða lærða ... allir hvísluðu verst geymda leyndarmálinu 2019; starf útvarpsstjóra yrði laust til umsóknar innan tíðar.“ Ráðningarferlið í Þjóðleikhúsinu hafi verið sjónarspil. Fleiri hafa talað á svipuðum nótum og græddi Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri hjá Símanum, peninga af fólki í veðmálum um hver yrði skipaður Þjóðleikhússtjóri. Bauð hann fólkinu, sem hann hafði peningana af, upp á líkurnar fjórir gegn einum. Svo viss var hann í sinni sök. Var rétt í þeesu að vinna 4 veðmál. Nettó 120 þús kjall:https://t.co/0FjYmecwnY— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) November 1, 2019 Er búið að taka ákvörðunina Hólmfríður segir allt benda til þess að stjórn Ríkisútvarpsins vilji fá að velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. „Er nema von að menn spyrji hvort búið sé að taka ákvörðunina? Hvort málið snúist ekki um að fá hæfustu umsækjendurna heldur rétta umsækjandann? Þurftu menn e.t.v. viku til viðbótar til að sjá hvernig stemningin yrði í þjóðfélaginu, hvort við myndum ekki bara sætta okkur við að fá ekki að vita, hvort plottið myndi ganga upp?“ Fjölmargar konur hafa verið nefndar til sögunnar sem næsti útvarpsstjóri.Vísir Þá hugsar hún til starfsmanna RÚV sem þurfi að berjast fyrir réttindum innanhúss á meðan utanhúss geisi stríð um vinnustaðinn. „Á sama tíma og þeir stunda dúndur rannsóknarblaðamennsku og þáttagerð, bæði í sjónvarpi og útvarpi, þá þurfa þeir að verja misgáfulegar ákvarðanir þeirra sem eru ofar í fæðukeðjunni. Verja tilvist sína sem, miðað við stöðuna á fjölmiðlamarkaði í dag, hefur e.t.v. aldrei verið mikilvægari. Skammastu þín Kári Jónasson og skammastu þín stjórn Ríkisútvarpsins. Skammist ykkar fyrir að standa ekki með starfsmönnum RÚV. Skammist ykkar fyrir að halda upplýsingum frá þjóðinni sem hún á rétt á. Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu sem pólitíkusarnir bjuggu til. Skammist ykkar.“ Fjölmiðlar Leikhús Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Þetta segir Hólmfríður Gísladóttir, fréttastjóri Mannlífs, í leiðara sínum í dag. Hún segir ólykt liggja frá Efstaleiti þessa dagana þar sem staða útvarpsstjóra hefur verið auglýst til umsóknar. Stjórn Ríkisútvarpsins eigi að skammast sín. Eins og fram hefur komið hefur stjórn Ríkisútvarpsins hafnað því að gefa upp nöfn umsækjenda um stöðuna. Bera þeir fyrir sig ráðgjöf frá ráðgjafarfyrirtæki sem telji að hæfara fólk sæki um verði nöfn umsækjenda ekki gerð opinber. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið upp úrskurð um að RÚV þurfi ekki að birta nöfnin. Það þýði þó ekki að RÚV megi ekki birta nöfnin. „Það leggur ólykt frá Efstaleiti,“ segir Hólmfríður. Upphaflegur umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 2. desember. Stjórn RÚV ákvað hins vegar að framlengja frestinn til 9. desember án skýringa. Úr leiðara Hólmfríðar í dag. Fyrirfram ákveðin niðurstaða? „Fnyk af spillingu og fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Þegar hart er sótt að Ríkisútvarpinu úr mörgum áttum ákveður stjórn hins opinbera hlutafélags að stíga fram og færa andstæðingum „RÚV“ sprengjuvörpu í jólagjöf. „Við ætlum ekki að birta nöfn umsækjenda til að fá hæfustu umsækjendurna. Af því að ráðgjafarfyrirtækið úti í bæ sagði það.“ Hólmfríður lýsir þessum svörum RÚV sem bulli. Sá sem hafi hæfileika og metnað til að sækja um stöðu útvarpsstjóra sé ekki í þeirri stöðu að þurfa að leyna því. „Á þetta núna að verða boðleg afsökun til að veita ekki upplýsingar um umsækjendur um mikilvægar stöður? Hvarflaði ekki að neinum í pólitískri stjórn RÚV að vega og meta ávinninginn af því að halda upplýsingunum leyndum annars vegar og að fara í feluleik gagnvart þjóðinni hins vegar? Er enginn ímyndarráðgjafi starfandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu?“ Segir löngu vitað að Magnús Geir yrði útvarpsstjóri Hólmfríður er sannfærð um að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hafi fyrir löngu verið búin að ákveða að skipa Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóra, sem Þjóðleikhússtjóra. „Löngu áður en mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti um ráðningu nýs Þjóðleikhússtjóra var alveg sama við hvern var rætt; stjórnmálamenn, blaðamenn, leikna eða lærða ... allir hvísluðu verst geymda leyndarmálinu 2019; starf útvarpsstjóra yrði laust til umsóknar innan tíðar.“ Ráðningarferlið í Þjóðleikhúsinu hafi verið sjónarspil. Fleiri hafa talað á svipuðum nótum og græddi Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri hjá Símanum, peninga af fólki í veðmálum um hver yrði skipaður Þjóðleikhússtjóri. Bauð hann fólkinu, sem hann hafði peningana af, upp á líkurnar fjórir gegn einum. Svo viss var hann í sinni sök. Var rétt í þeesu að vinna 4 veðmál. Nettó 120 þús kjall:https://t.co/0FjYmecwnY— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) November 1, 2019 Er búið að taka ákvörðunina Hólmfríður segir allt benda til þess að stjórn Ríkisútvarpsins vilji fá að velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. „Er nema von að menn spyrji hvort búið sé að taka ákvörðunina? Hvort málið snúist ekki um að fá hæfustu umsækjendurna heldur rétta umsækjandann? Þurftu menn e.t.v. viku til viðbótar til að sjá hvernig stemningin yrði í þjóðfélaginu, hvort við myndum ekki bara sætta okkur við að fá ekki að vita, hvort plottið myndi ganga upp?“ Fjölmargar konur hafa verið nefndar til sögunnar sem næsti útvarpsstjóri.Vísir Þá hugsar hún til starfsmanna RÚV sem þurfi að berjast fyrir réttindum innanhúss á meðan utanhúss geisi stríð um vinnustaðinn. „Á sama tíma og þeir stunda dúndur rannsóknarblaðamennsku og þáttagerð, bæði í sjónvarpi og útvarpi, þá þurfa þeir að verja misgáfulegar ákvarðanir þeirra sem eru ofar í fæðukeðjunni. Verja tilvist sína sem, miðað við stöðuna á fjölmiðlamarkaði í dag, hefur e.t.v. aldrei verið mikilvægari. Skammastu þín Kári Jónasson og skammastu þín stjórn Ríkisútvarpsins. Skammist ykkar fyrir að standa ekki með starfsmönnum RÚV. Skammist ykkar fyrir að halda upplýsingum frá þjóðinni sem hún á rétt á. Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu sem pólitíkusarnir bjuggu til. Skammist ykkar.“
Fjölmiðlar Leikhús Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira