Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 13:17 Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. Fréttablaðið/anton brink „Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34
Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10
Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30