Dómari sendir einn meðlim bandaríska kraftaverkaliðsins á öryggissjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 12:00 Mark Pavelich Getty/Cook County Jail Dómari í Minnesota hefur fyrirskipað að einn meðlimur úr kraftaverkaliði Bandaríkjanna frá Ólympíuleikunum 1980 verði lagður inn á öryggissjúkrahús. Sá um ræðir er Mark Pavelich sem hjálpaði bandaríska íshokkíliðinu að vinna Ólympíugull í Lake Placid árið 1980. Bandaríkjamenn unnu 4-3 sigur á Sovétríkjunum í úrslitaleiknum en Sovétmenn höfðu unnið fimm síðustu af sex Ólympíugullum þegar koma að þessum Vetrarleikum. Þetta er einn frægasti sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og hefur verið kallað „Kraftaverkið á ísnum“ eða „Miracle on Ice“. Mark Pavelich lagði upp tvö mörk bandaríska liðsins í úrslitaleiknum þar á meðal sigurmark Mike Eruzione.A Minnesota judge on Wednesday ordered that Mark Pavelich, a member of the 1980 “Miracle on Ice” hockey team, should be committed to a secure treatment facility, saying the former hockey star is mentally ill and dangerous. https://t.co/NcdqsL44S4 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) December 5, 2019Dómarinn úrskurðaði að Mark Pavelich væri andlega veikur og að hann væri hættulegur öðrum. Mark Pavelich er nú 61 árs gamall en hann lék 355 leiki í NHL-deildinni fyrir New York Rangers, Minnesota North Stars og San Jose Sharks á árunum 1981 til 1992. Hann fékk atvinnumannasamning í framhaldi af frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum. Upphaf dómsmálsins má rekja til þess að Mark Pavelich var handtekinn fyrir líkamsárás í ágúst en hann barði þá vin sinn með járnstöng og braut hjá honum mörg bein. Pavelich sakaði þennan vin sinn um að hafa sett eitthvað út í bjórinn hans. Dómarinn taldi Mark Pavelich óhæfan til að fara í gegnum réttarhöld og málinu verður frestað á meðan ríkið reynir að fá pláss fyrir Mark Pavelich á öryggissjúkrahúsi. Það mun síðan verða ákveðið í febrúar hversu löngum tíma Pavelich þarf að eyða á slíkri stofnun. Fjölskylda Pavelich er á því að hann þjáist af CTE heilabilun eftir að hafa fengið fjölda heilahristinga á ferli sínum. Þau segjast hafa farið að sjá breytingar á hegðun hans fyrir nokkrum árum en hann sjálfur hefur neitað að leita sér aðstoðar. Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Dómari í Minnesota hefur fyrirskipað að einn meðlimur úr kraftaverkaliði Bandaríkjanna frá Ólympíuleikunum 1980 verði lagður inn á öryggissjúkrahús. Sá um ræðir er Mark Pavelich sem hjálpaði bandaríska íshokkíliðinu að vinna Ólympíugull í Lake Placid árið 1980. Bandaríkjamenn unnu 4-3 sigur á Sovétríkjunum í úrslitaleiknum en Sovétmenn höfðu unnið fimm síðustu af sex Ólympíugullum þegar koma að þessum Vetrarleikum. Þetta er einn frægasti sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og hefur verið kallað „Kraftaverkið á ísnum“ eða „Miracle on Ice“. Mark Pavelich lagði upp tvö mörk bandaríska liðsins í úrslitaleiknum þar á meðal sigurmark Mike Eruzione.A Minnesota judge on Wednesday ordered that Mark Pavelich, a member of the 1980 “Miracle on Ice” hockey team, should be committed to a secure treatment facility, saying the former hockey star is mentally ill and dangerous. https://t.co/NcdqsL44S4 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) December 5, 2019Dómarinn úrskurðaði að Mark Pavelich væri andlega veikur og að hann væri hættulegur öðrum. Mark Pavelich er nú 61 árs gamall en hann lék 355 leiki í NHL-deildinni fyrir New York Rangers, Minnesota North Stars og San Jose Sharks á árunum 1981 til 1992. Hann fékk atvinnumannasamning í framhaldi af frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum. Upphaf dómsmálsins má rekja til þess að Mark Pavelich var handtekinn fyrir líkamsárás í ágúst en hann barði þá vin sinn með járnstöng og braut hjá honum mörg bein. Pavelich sakaði þennan vin sinn um að hafa sett eitthvað út í bjórinn hans. Dómarinn taldi Mark Pavelich óhæfan til að fara í gegnum réttarhöld og málinu verður frestað á meðan ríkið reynir að fá pláss fyrir Mark Pavelich á öryggissjúkrahúsi. Það mun síðan verða ákveðið í febrúar hversu löngum tíma Pavelich þarf að eyða á slíkri stofnun. Fjölskylda Pavelich er á því að hann þjáist af CTE heilabilun eftir að hafa fengið fjölda heilahristinga á ferli sínum. Þau segjast hafa farið að sjá breytingar á hegðun hans fyrir nokkrum árum en hann sjálfur hefur neitað að leita sér aðstoðar.
Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira