Sex voru fluttir á slysadeild í gærkvöldi eftir þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi nærri Kjalarnesi. Flutningabíll og tveir fólksbílar skullu saman og hafnaði flutningabílinn utan vegar.
Slysið varð á ellefta tímanum og tók vinna á vettvangi um tvo klukkutíma.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var enginn lífshættulega slasaður eftir áreksturinn en einhverjir lemstraðir.
Mbl greindi fyrst frá.
Sex fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
