Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 06:45 Katrín sést hér við hlið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem þær ræða ásamt fleiri kvenleiðtogum við Englandsdrottningu. vísir/getty Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00