Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 16:00 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48
RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10