Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 14:19 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. Þetta herma heimildir fréttastofu en málið er til umfjöllunar á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir. Á laugardaginn var síðasti dagur til að leggja fram mál á Alþingi fyrir jólafrí svo málið geti komið á dagskrá fyrir jól. Ef afgreiða á fjölmiðlafrumvarpið fyrir jól þyrfti þannig að setja það á dagskrá með afbrigðum. Í samtali við fréttastofu Rúv staðfesti Lilja að hún ætli sér að ná því í gegn fyrir jólafrí en samkvæmt starfsáætlun þingsins líkur haustþingi þann 13. desember.Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt í ríkisstjórn í síðustu viku, nokkuð breytt frá því sem kynnt var fyrr á árinu. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er í nýju frumvarpi sem afgreitt var úr ríkisstjórn meðal annars gert ráð fyrir að styrkir til einkarekinna fjölmiðla í formi endurgreiðslu af ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar verði 20% en ekki 25% líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu. Ljóst er þó samkvæmt heimildum fréttastofu að meiri breytingar þarf til að Sjálfstæðisflokkurinn geti fallist á að hleypa málinu í gegn. Takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót. Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. Þetta herma heimildir fréttastofu en málið er til umfjöllunar á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir. Á laugardaginn var síðasti dagur til að leggja fram mál á Alþingi fyrir jólafrí svo málið geti komið á dagskrá fyrir jól. Ef afgreiða á fjölmiðlafrumvarpið fyrir jól þyrfti þannig að setja það á dagskrá með afbrigðum. Í samtali við fréttastofu Rúv staðfesti Lilja að hún ætli sér að ná því í gegn fyrir jólafrí en samkvæmt starfsáætlun þingsins líkur haustþingi þann 13. desember.Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt í ríkisstjórn í síðustu viku, nokkuð breytt frá því sem kynnt var fyrr á árinu. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er í nýju frumvarpi sem afgreitt var úr ríkisstjórn meðal annars gert ráð fyrir að styrkir til einkarekinna fjölmiðla í formi endurgreiðslu af ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar verði 20% en ekki 25% líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu. Ljóst er þó samkvæmt heimildum fréttastofu að meiri breytingar þarf til að Sjálfstæðisflokkurinn geti fallist á að hleypa málinu í gegn. Takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót.
Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira