Sportpakkinn: Tveir bestu menn deildarinnar mætast á Selfossi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 15:15 Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Vísir/Vilhelm Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira